
Kjarni
iOS Universel / Economie et entreprise
Kjarna appið veitir starfsfólki greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum úr Kjarna mannauðs- og launakerfi og gerir starfsfólki og vinnuveitanda kleift að eiga í samskiptum.
Aðgengi starfsfólks að notkunarmöguleikum appsins fer eftir því hvernig vinnuveitandi notar Kjarna. Kjarna appið veitir notendum möguleika að leita að samstarfsfólki eftir nafni, starfsheiti, símanúmeri o.s.frv. Í appinu getur notandi jafnframt séð grunn- og launaupplýsingar sínar og skoðað vinnutengdu skjölin sín. Einnig eru allar orlofsupplýsingar og orlofsbeiðnir til staðar. Auk þess er boðið upp á tímaskráningu og stimpilklukku, umsóknir á hinum ýmsu styrkjum, beiðnum og námskeiðum.
Öll vinnsla persónuupplýsinga í Kjarna appinu er á ábyrgð vinnuveitanda. Um notkun Kjarna appsins gilda jafnframt notendaskilmálar Origo ehf.
Quoi de neuf dans la dernière version ?
Uppfærslur á pökkum.