Krossglíma
iPad / Education
Krossglíma er aðferð sem notuð er í orðavinnu í tungumálakennslu Nemendur vinna með lykilhugtak sem þeir skrifa upp (lóðrétt) og fella inn í það (lárétt) setningar eða orð sem tengjast lykilorðinu. Þar með hefur nemandinn dregið saman lykilatriði, getur rætt um hugtakið út frá þeim, búið til hugtakakort eða skýrslu o.s.frv.
Margir nemendur hafa komist upp á lag með að nýta aðferðina til að draga fram aðalatriði úr námsefni, t.d. í samfélags- og náttúrufræði. Einnig hafa nemendur notað aðferðina sem sína helstu glósutækni.
Aðferðin nýtist nemendum á öllum aldri, er einföld og auðskiljanleg. Hana má nýta hvar sem er í námsferlinu, hvort sem er í upphafi þess þegar efni er kynnt, sett í samhengi og tengt við reynslu nemenda, þegar nemendur sundurgreina nýtt námsefni eða þegar að samantekt, endurbirtingu og upprifjun kemur í lok námsferlisins.