
Landsbankinn
iOS Universel / Finance
Viðskiptavinir fá skýra og einfalda samantekt á fjárhagslegri stöðu sinni um leið og þeir skrá sig inn. Síðan er auðvelt að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hvern þjónustuþátt.
Innskráningarferlið er einfalt, en hægt er að skrá sig inn með fingrafari, rafrænum skilríkjum eða notandanafni og lykilorði.
Í appinu er hægt að:
- Fá heildarsýn á fjármálin
- Sjá yfirlit og stöðu bankareikninga
- Sjá stöðu og færslur kreditkorta
- Breyta hemild á kreditkorti
- Stilla tilkynningar fyrir kort
- Greiða reikninga
- Millifæra
- Framkvæma erlendar millifærslur
- Greiða inn á kreditkort
- Sækja um kreditkort
- Sækja PIN og kortanúmer fyrir debet- og kreditkort
- Skrá kort í Apple Wallet
- Stofna og breyta yfirdráttarheimild
- Sækja um Aukalán
- Skoða yfirlit lána og greiða inn á lán
- Skoða lánamörk
- Skoða inneign Aukakróna
- Sjá rafræn skjöl
- Sjá stöðu og færslur gjafakorta
- Finna afgreiðslustaði og hraðbanka
- Skoða gjaldeyrisreiknivél og gjaldmiðlakrossar
- Skoða eignasafn verðbréfa
- Skoða markaðsupplýsingar um verðbréf og sjóði
- Kaupa og selja hlutabréf
- Kaupa og selja sjóði, stofna til áskriftar í sjóðum
- Sækja um og breyta lífeyrissparnaði
Til að nota appið þarf að vera með aðgang að netbanka Landsbankans. Hægt er að sækja um aðgang að netbankanum í appinu.
Landsbankaappið er unnið og þróað af Landsbankanum.
Quoi de neuf dans la dernière version ?
Kærar þakkir fyrir að nota Landsbankaappið. Til að appið virki sem best uppfærum við það reglulega.
Allar uppfærslur eru gerðar með það fyrir augum að bæta virkni og auka gæði appsins fyrir viðskiptavini okkar.